Fara í innihald

Spjall:Japanska

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hvernig væri hugtakið "particles" þýtt? --Baldur Blöndal 5. desember 2007 kl. 00:30 (UTC)[svara]

Smáorð, þótt þau séu ekki alltaf svo smá. --Cessator 5. desember 2007 kl. 00:32 (UTC)[svara]
Er það? Já ok, í minni orðabók stendur
3. (í málfræði) a. viðskeyti, forskeyti. b. ögn, sagnarögn, smáorð sem myndar fast orðasamband með sögnum. Dæmi: "in" í He finally gave in. c. smáorð, óbeygjanlegt orð sem gegnir því hlutverki að sýna vensl milli setningarliða t.d. forsetningar og samtengingar.
Ertu viss um að smáorð sé rétta þýðingin? T.d. í setningunni "watashi wa Barudoru desu" þar er wa particle, sem þýðir "að því er viðleitur watashi (mér) þá er ég Baldur" og í setningunni "korao nomimasu" þá er o particle sem lýsir þolfalli. kora = kók og nomimasu þýðir "ég drekk". Ertu viss um að þetta séu smáorð? --Baldur Blöndal 5. desember 2007 kl. 00:55 (UTC)[svara]
Tja, ég veit ekkert um japönsk orð, en það sem enskurinn kallar the Greek particles köllum við grísk smáorð á íslensku. Það er klárt að þetta eru hvorki forskeyti né viðskeyti; ég hef aldrei heyrt talað um agnir eða sagnaragnir áður. Af dæmunum má ráða að við myndum kalla þær atviksorð á íslensku þannig að merking b. að ofan væri samheiti við adverb í sumum tilfellum. Þá er ekkert eftir nema c. smáorð. --Cessator 5. desember 2007 kl. 01:05 (UTC)[svara]
Sá ekki fyrr en núna að í "korao nomimasu" þá er o ritað eins og viðskeyti. Þannig að í japönsku er kannski hægt að kalla suma partikla viðskeyti. Vandinn er að málfræðihugtökin (sem við höfum fengið í arf frá Grikkjum og Rómverjum sem lýsingar á þeirra tungumálum) eiga ekki alltaf jafn vel við, þannig að skilgreining á t.d. particle getur orðið mismunandi eftir tungumálum. --Cessator 5. desember 2007 kl. 01:08 (UTC)[svara]
Og þegar ég segi að grísku partiklarnir séu smáorð, þá á ég samt ekki við að þau falli (endilega) í neinn flokk smáorða sem lýst er í greininni um smáorð; sú grein lýsir bara flokkum íslenskra smáorða en í öðrum málum geta verið til fleiri tegundir smáorða. --Cessator 5. desember 2007 kl. 01:13 (UTC)[svara]
Já, þetta væri kannski verið smá misskilingur. Þetta ætti tæknilega að vera umritað "kora o nomimasu", þótt það séu reyndar engin bil þannig séð í japönsku. Það væri bara skrifað "コラ飲みます". Það er satt, það er nokkurt vandamál að lýsa þessu oft á tíðum.. Kannski er smáorð besta orðið til að lýsa þessu. --Baldur Blöndal 5. desember 2007 kl. 05:04 (UTC)[svara]

Hvað þýðir að því er viðleitur?--85.220.94.85 5. desember 2007 kl. 01:10 (UTC)

Gætirðu átt við að því er viðlítur? --Baldur Blöndal 5. desember 2007 kl. 01:25 (UTC)[svara]

Ekki einangrað tungumál[breyta frumkóða]

Japanska er ekki einangrað tungumál, en annað Japönsk tungumál, sem greinir sundur Japönsku og Ryūkyū mál. LokiClock 14. ágúst 2011 kl. 16:59 (UTC)[svara]

Á ensku: [1]. Þessi letur segir ekki neinn Ryukyū talari kann grípa nokkurt Japönsku mál. LokiClock 16. ágúst 2011 kl. 08:43 (UTC)[svara]